Hlaðvarpið
130. Þórhildur Laufey Sigurðardóttir
- Author: Vários
- Narrator: Vários
- Publisher: Podcast
- Duration: 0:53:49
- More information
Informações:
Synopsis
Þórhildur Laufey bókmenntafræðingur, grafískur hönnuður og brandari er gestur Óla Jóns í þessum páskaþætti. Þórhildur stofnaði fyrirtækið Kúper Blakk fyrir nokkrum árum, um fyrirtækið segir á kuperblakk.is "Hvað er þetta Kúper Blakk? Kúper Blakk er skapandi stofa sem eeeelskar að auka vörumerkjavirði fyrirtækja og færa brandið "heim í hús". Galdurinn liggur í að skapa heilsteypta sögu, einfalda skilaboð og setja sig í spor viðskiptavina. Hvaða sögu segir brandið þitt? Gæti skapandi hugsun verið það sem vantar inn í jöfnuna við að byggja upp metnaðarfullt vörumerki? Knúsum þetta saman - það ber árangur." Þórhildur segir okkur frá hvað kom til að hún lærði bókmenntafræði og síðar grafíska hönnun. Við ræðum líka Branding, markaðsmál, skapandi hugsun og margt fleira. Þórhildur hefur komið að branding verkefnim hjá Krónunni, Íslandsbanka og Orku náttúrunnar svo eitthvað sé nefnt.