Hlaðvarpið

3. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Anna Kristín Magnúsdóttir

Informações:

Synopsis

Anna Kristín Magnúsdóttir hjá Kjólar og Konfekt Anna Kristín ákvað að stofna fyrirtækið Kjólar og konfekt fyrir 5 árum þegar hún var komin átta og hálfan mánuð á leið. Hún sagði upp vinnunni sem hún var í þegar hún komst að því að hún var með um 40% lægri laun en karlar sem voru í sambærilegum störfum og hún. Viðtalið var tekið upp á kvennafrídaginn 24. október 2016. Önnu Kristínu var búið að langa lengi að opna verslun henni fannst hún aftur á móti ekki hafa verið tilbúin í það verkefni fyrr hún hafði öðlast reynslu í t.d bókhaldi og markaðsmálum. Það fóru allir peningarnir í að opna búðina og hún vildi frekar kaupa vörur en auglýsingar. Kjólar og konfekt hafa alltaf verið til húsa á Laugavegi og hún er mjög ánægð með þá staðsetningu. Um 90% viðskiptavina Kjóla og konfekts eru íslendingar sem er öðruvísi en í flestum búðum á Laugavegi Anna Kristin segir að sig hafi alltaf langað að gera eitthvað öðruvísi en aðrir. Hún ákvað að flytja inn kjóla og einnig hafa sína eigin vörulínu. Að hafa saumavél í bú