Hlaðvarpið

  • Author: Vários
  • Narrator: Vários
  • Publisher: Podcast
  • Duration: 113:23:50
  • More information

Informações:

Synopsis

Podcast by Óli Jóns

Episodes

  • 105. Hildur Arna Hjartardóttir

    30/09/2020 Duration: 27min

    Hildur Hjartardóttir er makaðsstjóri indó, nýs áskorendabanka á Íslandi. Hún útskrifaðist með MSc gráðu frá HÍ í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum og hefur frá útskrift starfað sem vörustjóri hjá VÍS og Landsbankanum og rekið sína eigin markaðsstofu. Hildur segir að hugmyndin á bakvið indó byggi á því að hafa áhrif til góðs en fólkið á bakvið indó hefur mikla reynslu af fjármálamarkaði og nýsköpun. indó leggur upp með það að hafa hlutina einfalda og gegnsæja með það að markmiði að viðskiptavinir skilji hvernig bankinn virkar og að þeir muni hafa gaman að því að nota hann. Til að byrja með mun indó bjóða upp á debetkortareikning þar sem allar innstæður verða lagðar beint inn til Seðlabankans og því 100% öruggar. Þjónusta indó er rafræn og því aðgengileg hvar og hvenær sem er í gegnum snjallsíma.

  • FKA Silja Mist Sigurkarlsdóttir

    30/09/2020 Duration: 33min

    Silja Mist Sigurkarldóttir er markaðstrjóri Nóa Síríus. Í þessu viðtali segir Silja okkur frá því hvernig er að vera markaðsstjóri yfir einu af elstu vörumerkjum landsins. Við komum inn á vöruþróun, markaðsmál, starfsmannamál og auðvitað FKA.

  • FKA Eydís Rós Eyglóardóttir

    22/09/2020 Duration: 26min

    Eydís Rós er býflugnabóndi, ferðaþjónustubóndi, nautgripabóndi, viðskiptafræðingur, förðunarfræðingu, FKA kona og nemi í bændaskólanum á Hvanneyri svo fátt eitt sé nefnt. Þessi kraftmikla konu segir okkur sögu sína og útskýrir fyrir okkur hvað felst í því að vera með býflugur á Íslandi.

  • 104. Bjarni K. Thors

    16/09/2020 Duration: 01h03min

    Bjarni stofnandi og eigandi Brandson kom í vital hjá Óla Jóns í sumar.Bjarni fer vel yfir hvernig ferlið er í sölu og markaðsmálum hjá honum, hvaða tól hann notar og hvernig.

  • FKA Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir

    15/09/2020 Duration: 40min

    Sigríður Bylgja er 33 ára gamall frumkvöðull sem er búin að vera að vinna af öllu sínu hjarta að verkefni undanfarin fimm ár sem er Tré Lífsins. Í þessu viðtali sem var tekið í sumar segir Sigríður okkur frá Tré lífsins frá menntun sinni og þeim ævintýrum sem hún hefur lent í sem er fjölmörg þrátt fyrir ungan aldur.

  • 103. Silja Thor

    11/09/2020 Duration: 28min

    Silja Thor sem er Startup Coach hitti Óla Jóns í sumar í heimsókn sinni til Íslands. Silja hefur búið í 9 löndum en býr í núna í Hollandi. Hún hefur mikla reynslu í hinum stóra Startup heimi, hún segir okkur frá honum og sínu starfi. Silja segir okkur líka frá hjálparstarfi sem hún vinnur í Úganda ásamt ýmsu fleiru. Silja stendur einnig fyrir námskeiðum með Ellen Ragnars sem kom í þátt 73 á femalefounder.io Inner Tribe er einnig eitt af fjölmörgum verkefnum sem Silja kemur að og hægt að nálgast allar upplýsingar um það hér. Silja hvetur alla sem hafa áhuga á að hafa samband við sig í gegnum Linkedin.

  • FKA Àsta Guðmundsdóttir

    10/09/2020 Duration: 30min

    Ásta Guðmundsdóttir er forstöðumaður Kerfisreksturs og Framlínuþjónustu hjá Origo. Ásta segir okkur frá því að hún eignaðist barn áður en hún varð 18 ára eftir að hafa flosnað upp úr námi en svo kom vendipunktur þar sem hún ákvað að fara í meira nám og flutti á Bifröst. Þar kláraði hún viðskiptafræði og í kjölfarið fór hún svo til Bretlands í meistaranám í verkefnastjórnun. Ásta segir okkur þessum tímum ásamt lífinu í dag, vinnunni og fjölskyldunni.

  • 102. Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir

    02/09/2020 Duration: 51min

    Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er gestur Óla Jóns í þætti 102. Við ræddum markaðsmál, menntun, lífið og tilveruna. Hulda kemur einnig inn á hvernig er hægt að nýta sér betur samfélagsmiðla til markaðsetningar og algeng mistök í því sambandi. Við ræðum golf og fótbolta en Hulda sem er frá Akranesi starfaði um tíma hjá ÍA og er einnig menntaður golfkennari.

  • FKA Rakel Lind Hauksdóttir

    02/09/2020 Duration: 32min

    Rakel Lind Hauksdóttir er fjármála- og fjáröflunarstjóri hjá SOS barnaþorp. Í þessu einlæga viðtali segir Rakel okkur frá því meðal annars hvað varð til að hún hóf störf hjá SOS barnaþorp. Rakel segir okkur einnig frá starfseminni þar og sögunni. Rakel sem nýlega var kjörin í stjórn FKA framtíð segir okkur frá því hvers vegna hún telur mikilvægt að taka þátt í félagsstörfum ásamt því að segja okkur frá því hvaða félagsstörfum hún hefur tekið þátt í.

  • 101. Gréta María Grétarsdóttir

    26/08/2020 Duration: 47min

    Gréta sem ólst upp úti á landi segir það forréttindi að alast upp upp þar. Íþróttir hafa alltaf átt stóran þátt í lífi Grétu en hún á að baki glæstan feril í körfuboltanum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún þjálfaði meistaraflokk KR og segir okkur frá því að það hafi í raun verið fyrsta alvöru stjórnunarstaðan. Bæði sem þjálfari og stjórnandi hefur Gréta lagt áherslu á að hjálpa fólki að hafa trú á sér. Gréta sem útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólinn í Hamrahlíð segist ekki hafa verið dæmigerður MHingur. Gréta lærði svo vélaverkfræði í háskóla. Meistarverkefnið hennar fjallaði svo um vöruþróun. Gréta starfaði meðal annars hjá Arionbanka í 6 ár, sem fjármálastjóri hjá Festi og svo sem framkævmdastjóri Krónunnar. Eins og áður segir lítur Gréta á sitt aðal hlutverk sem stjórnanda að hjálpa sínu fólki að vaxa. Gréta leggur einnig mikla áherslu að fyrirtæki geri allt sem þau geta til að láta gott að sér leiða og nefnir sem dæmi í umhverfsimálum og í jafnréttisbaráttu. Að allir nýti sín tækifæri eins og þær g

  • FKA Ragnheiður H Magnúsdóttir

    26/08/2020 Duration: 40min

    Við höldum áfram að ræða við félagskonur FKA. Í þetta skiptið er það Ragnheiður H. Magnúsdóttir en hún er vélaverkfræðingur og master í framleiðsluverkfræði frá Álaborgarháskóla árið 2000. Ragnheiður segir okkur frá námi sínu, starfsferli fram að þessu ásamt því að koma inn á hin ýmsu mál varðandi jafnrétti og baráttumál kvenna.

  • 100. Óli Jóns

    12/08/2020 Duration: 44min

    Þá er komið að þætti 100 af hlaðvarpinu með Óla Jóns. Þegar stefndi í að þessi þáttur væri á næsti leiti spurði ég á Linkedin hvern fólk vildi sjá í þessum hundraðasta þætti. Þórarinn Hjálmarsson stakk upp á því að tekið yrði viðtal við mig Óla Jóns og þessa vegferð. Þessi tillaga fékk góðan hljómgrunn og úr varð að hann tók viðtal við mig. Þórarinn sem er markaðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi viðskipta- og hagfræðinga (FVH) ásamt því að vera stundarkennari í markaðsfræði. Fyrir um sjö árum síðan ákvað hann og kona hans að fá sér hund og átti sú ákvörðun eftir að breyta lífi þeirra til hins betra. Með hundinum fylgdi mikil hreyfing en það gat þó verið erfitt að koma sér fram úr klukkan 5 á morgnana til að hreyfa hundinn. Óli byrjaði að hlusta á erlend hlaðvörp um sölu og markaðssetningu til að stytta sér stundir og skemmta sér í göngutúrunum. Hann les að jafnaði um eina bók um markaðsmál á viku, til að halda í við síbreytilegan markað og hlaðvörp var önnur leið til að bæta

  • 99. Freyr Ólafsson

    05/08/2020 Duration: 35min

    Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi og formaður frjálsíþróttasambandsins er gestur minn í þætti númer 99 af Hlaðvarpinu á Jóns. Freyr sem er fjögurra barna faðir, íþróttafræðingur, tölvunarfræðingur og pistlahöfundur svo fátt eitt sé nefnt segir okkur frá lífi í leik og starfi í þessu viðtali. Freyr fer líka yfir hvað honum finnst mikilvægt í stjórnun fyrirtækja, hvar tækifæri liggja oþh.

  • FKA Snjólaug Ólafsdóttir

    05/08/2020 Duration: 31min

    Einn af síðustu viðmælendum mínum í þessari þáttaröð FKA og Jóns er dr. Snjólaug Ólafsdóttir. Snjólaug er doktor í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands og með BS gráðu í efnafræði frá sama skóla. Hún valdi námið sem hún fór í af því að hún vildi kynnast umhverfinu og auka skilning sinn og annarra á því. Snjólaug fór í efnafræði til að læra betur um umhverfismál, og síðan í umhverfisverkfræðina í framhaldinu. Í náminu lagði hún áherslu á endurnýjanlega orku og loftgæði og eyddi miklum tíma í að hugsa eins og gasmólíkúl.

  • FKA Erla Ósk Pétursdóttir

    28/07/2020 Duration: 33min

    Erla starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf í Grindavík. Í þessu spjalli segir hún okkur frá námi og starfi sínu í Bandaríkjunum, hvers vegna hún staldraði þar við eftir nám. 
Erla segir okkur líka frá því hvernig það er að alast upp við fiskinn og sjóinn og í fjölskyldurfyrirtæki. Einnig förum við inn á það hvernig viðhorf íslendinga hefur breyst gagnvart sjávarútvegsfyrirtækjum og öllum þeim breytingum sem hafa orðið á síðustu árum. Á visirhf.is segir um fyritækið
“Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík. Afurðir Vísis eru fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina  vítt og breitt um heiminn. Vísir hefur  í 50 ár notið mikillar gæfu og haft á að  skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki  – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn

  • FKA Svana Jóhannsdóttir

    25/07/2020 Duration: 41min

    Fyrir tæpum mánuði síðan koma í heimsókn til mín hún Svana Jóhannsdóttir eftir að hafa sent mér póst um að koma í spjall með þessari kynningu "Ég hef búið í Ecuador sem skiptinemi, í Argentínu til að læra að syngja tangó, í London sem aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri í fjórum leikhúsum á West End, í Barcelona sem viðskiptafræðinemi og seinna í spænskri sveit sem eiginkona sláturhússstjórans".

  • 98. Harpa Guðmundsdóttir

    23/07/2020 Duration: 32min

    Það var mér sönn ánægja og mikill heiður að fá að spjalla í stutta stund við kjarnakonuna og frumkvöðulinn Hörpu Guðmundsdóttur núna í júli. Harpa sem er iðjuþjálfi tók þátt í því að stofan Vesturafl  sem er "geðræktar og virknimiðstöð fyrir fólk sem vegna sjúkdóma, veikinda og/eða annarra tímabundinna aðstæðna býr við skert lífsgæði og getur því ekki tekið eins virkan þátt í samfélaginu og það óskar. Í Vesturafli er boðið uppá fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins. Í miðstöðinni er starfandi iðjuþjálfi sem aðstoðar fólk við að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim" Harpa segir okkur frá tilkomu Vesturafls, hvernig rekstrinum er háttað ásamt því hvernig það er að búa á Ísafirði. Skemmtilegt viðtal við konu sem svo sannarlega lætur ekki sitt eftir liggja og lætur hendur standa fram úr ermum í öllu sem hún fæst við.

  • FKA Àgústa Sigrún Àgústsdóttir

    21/07/2020 Duration: 27min

    Það er óhætt að segja að Ágústa Sigrún sé með marga hatta. Hún er menntuð í og hefur starfað við markþjálfun, mannauðsstjórnun, sáttamiðlun, fararstjórn og söng svo eitthvað sé nefnt. Í þessu viðtalið fer Ágústa yfir þetta ásamt mörgu fleiru.

  • FKA Eva Magnúsdóttir

    17/07/2020 Duration: 39min

    Ég hitti Evu Magnúsdóttur í júní síðast liðnum og þar ræddum við um hennar líf og störf. Hún sagði mér frá fyrirtækinu sínu Podium en það býður uppá sérfræðikunnáttu í stefnumótun, sjáfbærni og ímynd fyrirtækja. Eva sagði okkur líka frá Landvættinum sem hún er að taka þátt og frá FKA.

  • FKA Thelma Kristín Kvaran

    15/07/2020 Duration: 31min

    Skemmtilegt viðtal við Thelmu Kristínu Kvaran þar sem hún segir okkur frá sínum náms og starfsferli, útskýrir fyrir okkur Jafnvægisvogina og ræðir um FKA framtíð og margt fleira.

page 4 from 10